Thursday, February 11, 2010

Hjóla leit!


Guðný og Ivan komu og hittu okkur í Goa og það var mikið brallað og tíminn leið allof hratt! Að sjálfsögðu var byrjað á að sólbaði... þau þurftu að ná okkur í brúnkunni eftir að hafa verid i Dehli;) hehe... en sem betur fer var margt betra að gera en að liggja í sólinni svo við skelltum okkur í siglingu upp ánna sem er hjá stöndinni og hann sem sigldi með okkur var á fullu að benda okkur á apa og allskonar spes fugla. Guðný, Loftur og ég vorum líka svaka hress einn morguninn og fórum í yoga:) Eftir tímann bað kennarinn (maður með "matcing" naglalakk á fingrunum og tánum) okkur um að vera model fyrir mynd á heimasíðuna hans! Svo það kom ljósmyndari og smellti af okkur nokkrum myndum í yoga pósum;) Kanski við verðum fræg módel á Indlandi? hehe.....

Fórum líka í bátsferð að skoða höfrunga og á butterfly beach sem er lítil strönd og skemmtum okkur vel í hanaslag:)

Og svo var sandkastalagerð í miklu uppáhaldi..! Það vakti mikla athygli á ströndinni og fólk haðist í kring og vildi taka myndir og strákarnir á barnum sem við gistum hjá voru æstir ad skreita hann með kertum:)

Gerðum líka fullt annað! leigðum scooter, kajak, fórum í nudd, spiluðum mikið og fórum á Home, uppáhalds staðinn minn með besta bruchetta i heimi!

Eftir viku þurftu Guðný og Ivan svo að fara til baka til Dehli og við ákváðum að við ætlum að kaupa Royal Enfield hjól svo við erum búin að vera að leita að rétta hjólinu í viku! það hefur ekki verið auðvelt en ætti að klárast á morgun:) Byrjuðum að leita í Goa og ekkert gekk! Fundum eitt geggjað enþað var aðeins of dýrt svo við fórum til Bangalore, þar var allt miklu eldra og dýrara en þetta sem var í Goa sem er 3 mánaða gamalt, og að sjálfsögðu var verið að reyna að svindla endalaust mikið á okkur afþví við erum útlendingar svo við gáfumst upp og ákváðum að reyna að fá hjólið í Goa. Til að toppa þetta allt var ekkert lestarfar eða rúta til goa fyrr en eftri nokkra daga svo í gær þurftum við að kaupa miða í private bus. Í fyrsta lagi þá neyddumst við til að kaupa miða á alltof háu verði því það var ekkert annað, svo í morgum var okkur hent út 5 tímum frá goa því þeir sendu okkur með rútu sem keyrði allt annað! vá hvað það var mikill pirringur hjá okkur í morgun! komumst samt á leiðarenda að lokum og þurfum vonandi aldrei að taka rútu aftur!!!

Erum að fara að tala við Svisslending á morgum sem á þetta hjól, svo á morgun verðum við vonadi mótorhjóla eigendur:D

Update! vorum ad tala vid hann í morgun og hjólid er okkar á mánudaginn...Víjjhaaa!