Wednesday, January 27, 2010

Flakkerí!

Við tókum okkur viku pásu fra strandarlífinu og skelltum okkur á smá flakk:) Byrjuðum á að taka lest til Londa. Komum þangað þegar það fór ad myrkva og fundum okkur gistipláss, herbergid var frekar eins og Rússneskur fangaklefi en hostel herbergi og ekkert rafmagn megnið af kvöldinu. Hefði seint viljað gista þarna ein! Bærinn var samt mjög líflegur þó rafmagnið væri af skornum skammti, fólk kveiti bara á kertum og hélt götubásunum opnum:) Strax morgunin eftir tókum við lest til Hampi sem er alveg ótrúlegur staður, bæði frá nátturunnar, og mannsins hendi.

Við eyddum tveimur dögum þar, og skoðuðum svæðið. fórum í gönguferð einn morguninn og Lofti fannst ég stunndum aðeins of hæg, þurfa að taka alltof mikið af myndum og eyða of miklum tíma í þetta! (hann fékk á tímabili smá "Museum Syndrome" eins og hann kallar það).

Eitt "jæja fer þetta ekki að verða gott" moment...
En svo tókum við Ricksaw túr og Loftur fékk að keyra, og daginn eftri leigðum við skellinöðru og krúsuðum um svæðið. Í gegnum þetta svæði rennur á og við fórum ad skoða musteri uppá fjalli hinum megin við ánna og skoða bæjina þar, eina problemið þarna er að brúin yfir ánna er hrunin! En Indverjarnir finna ráð við öllu!! Þeir eru búinir ad búa til hörku buissnes þarna við bakkann og ferja fólk og mótorhjól yfir í "bastkörfum" frekar fyndið:)

Við fórum svo frá Hampi til Bangalore með svefnrútu sem var mjög næs. Fengum okkar eigidð "herbergi" og gátum sofið nánast alla leiðina, komu nokkrar góðar bomsur á leiðinni og þeyttu okkur hálfa leið uppí loftið...haha... vegirnir hérna eru ekki alveg eins of við erum vön í dk og á Íslandi:)

Loftur sáttur í rútunni;)
Vid vorum svo búin ad hitta strák/mann í lestinni sem býr í Bangalore og hann var búin ad bjóðast til að hjálpa Lofti að finna mótorhjólagalla, svo þeir fóru í svaka leiðangur að skoða Royal Enfield hjól og outfit, en það er alls ekki mikið um að fólk sé í hlífðarfatnaði á mótorhjólunum hérna og hvað þá með hjálm, svo þetta var erfið leit! Mamma hans Johneys vildi svo endilega fá okkur í heimsókn daginn eftir, svo við fórum og fengum heimagerðan indverskan mat, skoðuðum brúðkaupsmyndir og ég var skreytt með indversku semalíu skrauti á milli augabrúnana:)
Þarna erum við heima hjá Johney og mömmu hans... hún var alger dúlla!
Við komum svo aftur til Palolem í morgun eftri hræðilega langa og óþægilega lestarferð, og vorum mjög sátt að komast aftur í kofann "okkar" og taka smá lúr :) Í kvöld förum við svo útá flugvöll að sækja Guðnýju og Ivan. Þau eru í Dehli og ætla að koma og leika við okkur í Goa í viku... það verður bara gaman!

Loftur er að setja fullt af myndum inná facebookið, sem verða komnar inn efrir smá! endilega kíkið á þær:)

Kveðjur frá Indlandi!

3 comments:

  1. sælar dömur, hvernig er india, næs ætla ég að giska á

    ég henti link á síðuna ykkar inná nýju síðuna mína www.trailerparkstudios.net

    later

    ReplyDelete
  2. Gamangamangaman!!!
    Æði að hann hafi boðið ykkur heim til sín, gaman að kynnast svona "alvöru" hehe, og dúllumamman að skreyta þig með steinum! Hefur eflaust verið mega fín:)
    Mér finns svo fallegt þegar að indverksar stelpur fá sér svona Henna tattoo á allar hendurnar..
    Ætlar þú að fá þér þannig líka:) Verður að taka mynd þá af því...
    KNÚS OG KOSS:*
    -Svana

    ReplyDelete
  3. HÆHÆÆÆÆ!

    Ég varð að kommenta því ég er að lesa í fyrsta skipti!

    Vávává, þetta hljómar allt svo skemmtilegt og spennandi...Þvílík lífsreynsla ;D

    Ég þarf svo að fara að heyra í þér þegar þú verður komin aftur til DK - Ég er að flytja til Horsens í Ágúst - Vúhúúú - Vantar DK tips og svoleiðis hehe..Og hver er betri í því en þúúú...Orðin hálfur dani og núna hálfur indverji :)

    Skemmtið ykkur turtildúfur :)

    XOXO

    Áslaug Þorgeirs.

    ReplyDelete